Til hnífs og skeiðar

 

Anna Steinunn Tómasdóttir veitingakona á Akureyri og synir hennar Valgarður og Eggert

Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti. Árið 2001 sameinuðust þau um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Héraðsskjalasafnið á Akureyri hefur síðan þá tekið þátt í Norræna skjaladeginum með ýmsu móti, t.d. með opnu húsi og sýningum. Einnig hefur verið sent inn efni og pistlar á vefinn skjaladagur.is þar sem birt er efni frá skjalasöfnum um land allt.

Árið 2016 bar skjaladaginn upp á 12. nóvember og var yfirskrift hans „Til hnífs og skeiðar“. Safnið tók þátt í þessum Norræna skjaladegi með því að senda inn pistla til birtingar á vefnum skjaladagur.is. Ákveðið var að gera veitingakonum á Akureyri skil, þ.e. konum sem ráku hótel og veitingastaði og héldu matreiðslunámskeið á árunum 1852-1924. Konurnar voru: Anna Steinunn Tómasdóttir (1863-d. í Noregi), hóteleigandi á Hótel Oddeyri, Jóninna Sigurðardóttir (1879-1962), húsmæðrakennari og hóteleigandi á Hótel Goðafoss í Hafnarstræti 95, Kristín Eggertsdóttir (1877-1924), matselja og hóteleigandi á Hótel Oddeyri og Vilhelmína Lever (1802-1879), Vertshús-Mína, gestgjafi og veitingakona.

Hér má sjá framlag safnsins á skjaladagsvefnum 2016

Til baka